Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 17:31 Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Marel Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel. Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Greiðsluáskorun Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel.
Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Greiðsluáskorun Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira