Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2022 10:36 Skemmtiferðaskip á leið til og frá hafnar eru orðin alvanaleg sjón í Reykjavík á sumrin. Næsta sumar stefnir í að verða það langstærsta í komum skipa af þessu tagi. Vísir/Vilhelm Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019. Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019.
Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33