Birkir nýr forstjóri TM Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 09:10 Birkir Jóhannsson. TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. Í tilkynningu frá TM segir að Birkir hafi undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hafi mikla reynslu af fjármálamörkuðum. „Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku. Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London. Í framkvæmdastjórn TM sitja auk Birkis: Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga, Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga, og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs,“ segir í tilkynningunni. Fullur tilhlökkunar Haft er eftir Birki að hann sé fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfi. „Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Birkir. Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM.TM Krefjandi breytingarferli Þá er haft eftir Ingu Björg Hjaltadóttur, stjórnarformanni TM, að stjórn sé afar ánægð með að fá Birki inn í stjórnendateymið hjá TM til að leiða vegferð félagsins sem framundan er. „Hann býr yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem fellur einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði. Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur.“ Vistaskipti Tryggingar Kvika banki Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Í tilkynningu frá TM segir að Birkir hafi undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hafi mikla reynslu af fjármálamörkuðum. „Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku. Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London. Í framkvæmdastjórn TM sitja auk Birkis: Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga, Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga, og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs,“ segir í tilkynningunni. Fullur tilhlökkunar Haft er eftir Birki að hann sé fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfi. „Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Birkir. Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM.TM Krefjandi breytingarferli Þá er haft eftir Ingu Björg Hjaltadóttur, stjórnarformanni TM, að stjórn sé afar ánægð með að fá Birki inn í stjórnendateymið hjá TM til að leiða vegferð félagsins sem framundan er. „Hann býr yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem fellur einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði. Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur.“
Vistaskipti Tryggingar Kvika banki Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira