Keflavík áfram á toppnum og Njarðvík valtaði yfir Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 22:45 Aliyah A'taeya Collier átti góðan leik að venju fyrir Njarðvík. Vísir/Bára Dröfn Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100. Topplið Keflavíkur gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld en fyrir fram var talið að gestirnir myndu vinna stórsigur. Mögulega var tapið gegn Val í síðustu umferð enn að pirra þær en Keflavík gekk illa að hrista ÍR af sér. Munurinn jókst þó hægt og bítandi eftir því sem leið á leikinn og þegar tíminn rann út í fjórða leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig, lokatölur 63-75. Greeta Uprusvar stigahæst hjá ÍR með 19 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 21 stig í liði Keflavíkur og tók 7 fráköst. Breiðablik átti ekki viðreisnar von gegn Njarðvík í Smáranum í kvöld. Gestirnir skoruðu 33 stig gegn aðeins 17 hjá Blikum og gerðu svo gott sem út um leikinn þá og þegar. Fór það svo að Njarðvík vann 24 stiga sigur, lokatölur 76-100. Sanja Orozovic var stigahæst í lið Breiðabliks með 25 stig. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þá var Isabella Ósk Sigurðardóttir drjúg gegn sínu gamla félagi, hún skoraði 17 stig og tók 12 fráköst. Staðan í deildinni er þannig að Keflavík og Haukar eru á toppnum með 20 stig. Þar á eftir kemur Valur með 18 og svo Njarðvík með 16 stig. Grindavík og Fjölnir eru með 8 stig, Breiðablik 4 og ÍR er enn án stiga. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur 7. desember 2022 23:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. 7. desember 2022 20:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Topplið Keflavíkur gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld en fyrir fram var talið að gestirnir myndu vinna stórsigur. Mögulega var tapið gegn Val í síðustu umferð enn að pirra þær en Keflavík gekk illa að hrista ÍR af sér. Munurinn jókst þó hægt og bítandi eftir því sem leið á leikinn og þegar tíminn rann út í fjórða leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig, lokatölur 63-75. Greeta Uprusvar stigahæst hjá ÍR með 19 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 21 stig í liði Keflavíkur og tók 7 fráköst. Breiðablik átti ekki viðreisnar von gegn Njarðvík í Smáranum í kvöld. Gestirnir skoruðu 33 stig gegn aðeins 17 hjá Blikum og gerðu svo gott sem út um leikinn þá og þegar. Fór það svo að Njarðvík vann 24 stiga sigur, lokatölur 76-100. Sanja Orozovic var stigahæst í lið Breiðabliks með 25 stig. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þá var Isabella Ósk Sigurðardóttir drjúg gegn sínu gamla félagi, hún skoraði 17 stig og tók 12 fráköst. Staðan í deildinni er þannig að Keflavík og Haukar eru á toppnum með 20 stig. Þar á eftir kemur Valur með 18 og svo Njarðvík með 16 stig. Grindavík og Fjölnir eru með 8 stig, Breiðablik 4 og ÍR er enn án stiga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur 7. desember 2022 23:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. 7. desember 2022 20:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur 7. desember 2022 23:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. 7. desember 2022 20:00