Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. desember 2022 21:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44
Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41