Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Rosengård ætti erfitt verkefni fyrir höndum en sænsku meistararnir höfðu tapað öllum þremur leikjum sínum í B-riðli fyrir leik kvöldsins. Olivia Scough kom hins vegar heimaliðinu yfir þegar hálftími var liðinn en Cloé brást við með að skora tvö mörk með stuttu millibili.
The pass, the finish... Benfica are level
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 7, 2022
https://t.co/MdKdLhfnb3 https://t.co/VonCoYmUaD
https://t.co/WKvLbOUyDE pic.twitter.com/CTsdJ1Ttn0
CLOE LACASSE AGAIN
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 7, 2022
https://t.co/MdKdLhfnb3
https://t.co/VonCoYmUaD
https://t.co/WKvLbOUyDE pic.twitter.com/xt8vbP9SvO
Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu 2-1. Í upphafi síðari hálfleiks kom svo náðarhöggið en Benfica skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór það svo að gestirnir frá Portúgal unnu 3-1 sigur. Guðrún lék allan leikinn í hjartar varnar Rosengård.
Sigurinn þýðir að Benfica á enn möguleika á að komast upp úr riðlinum en liðið er með sex stig að loknum fjórum leikjum. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru einnig með sex stig en eiga leik til góða. Sá leikur er gegn Barcelona og hefst klukkan 20.00.