Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 21:12 Í Vogahverfinu í Reykjavík er að finna sannkallaða jólaveröld, heima hjá manni sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Heimili Vilbergs Guðnasonar og konu hans lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara að utanverðu, en þegar komið er inn fyrir blasir við ævintýraveröld. Við heimsóttum hjónin fyrir kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og mælum með að horfa á fréttina til að fá innblástur af jólaskreytingum. Jólaskraut þeirra hjóna fyllir hvorki meira né minn en sextíu stóra kassa og neyddist Vilberg til að smíða sérstakan skúr úti í garði til að geyma það. Tilkomumikið jólaþorp á þremur hæðum tekur næstum hálfa stofuna. Það vita allir sem þekkja Vilberg hversu mikið jólabarn hann er. „Ójá, það er ég. Ég á mikið af jólaskrauti og þarf að skipta út á milli ára. Ég skipti öllu út í eldhúsinu og já, það eru öll herbergi skreytt.“ Smitaði konuna af áhuga Konan hans Vilbergs kemur frá Þýskalandi. Þegar þau kynntust var hún ekki alveg jafn hrifin af öllu þessu skrauti og hann, en honum tókst á endanum að smita hana af áhuganum. „Stuttu eftir að við kynntumst bað hún mig að taka þetta allt niður. Henni fannst þetta of mikið, en í dag er hún mjög sátt.“ Vilberg Guðnason er tvímælalaust eitt mesta jólabarn landsinsSigurjón Guðni En þó Vilberg hafi mikið fyrir því að setja allt skrautið upp er hann búinn að koma því þannig fyrir að þessu fylgi ekkert vesen. „Allt dótið sem er í rafmagni er allt á tímastilli. Það kviknar á því á ákveðnum tíma og slökknar á ákveðnum tíma. Það er alltaf ljós í þorpinu á kvöldin. Ég þarf ekkert að hlaupa um allt hús og slökkva. Þannig að ég bara nýt þess að horfa á þetta,“ segir Vilberg Guðnason, jólabarn með meiru. Jólaskraut Reykjavík Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Heimili Vilbergs Guðnasonar og konu hans lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara að utanverðu, en þegar komið er inn fyrir blasir við ævintýraveröld. Við heimsóttum hjónin fyrir kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og mælum með að horfa á fréttina til að fá innblástur af jólaskreytingum. Jólaskraut þeirra hjóna fyllir hvorki meira né minn en sextíu stóra kassa og neyddist Vilberg til að smíða sérstakan skúr úti í garði til að geyma það. Tilkomumikið jólaþorp á þremur hæðum tekur næstum hálfa stofuna. Það vita allir sem þekkja Vilberg hversu mikið jólabarn hann er. „Ójá, það er ég. Ég á mikið af jólaskrauti og þarf að skipta út á milli ára. Ég skipti öllu út í eldhúsinu og já, það eru öll herbergi skreytt.“ Smitaði konuna af áhuga Konan hans Vilbergs kemur frá Þýskalandi. Þegar þau kynntust var hún ekki alveg jafn hrifin af öllu þessu skrauti og hann, en honum tókst á endanum að smita hana af áhuganum. „Stuttu eftir að við kynntumst bað hún mig að taka þetta allt niður. Henni fannst þetta of mikið, en í dag er hún mjög sátt.“ Vilberg Guðnason er tvímælalaust eitt mesta jólabarn landsinsSigurjón Guðni En þó Vilberg hafi mikið fyrir því að setja allt skrautið upp er hann búinn að koma því þannig fyrir að þessu fylgi ekkert vesen. „Allt dótið sem er í rafmagni er allt á tímastilli. Það kviknar á því á ákveðnum tíma og slökknar á ákveðnum tíma. Það er alltaf ljós í þorpinu á kvöldin. Ég þarf ekkert að hlaupa um allt hús og slökkva. Þannig að ég bara nýt þess að horfa á þetta,“ segir Vilberg Guðnason, jólabarn með meiru.
Jólaskraut Reykjavík Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól