Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 08:00 Mía Georgsdóttir vel merkt Marokkó. vísir/helena Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir. „Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum. HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum.
HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira