Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 11:50 Höfrungarnir fundust innst í Hrútafirði. Helga Dögg Lárusdóttir Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun. Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna
Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira