Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2022 11:30 James Merry hannaði línu fyrir 66°Norður Saga Sig Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Línan skartar útsaumaða eyrarrós og inniheldur þrjá stuttermaboli úr lífrænni bómull, auk flíspeysu og lambhúshettu, sem báðar eru úr endurunnu pólýester, í takmörkuðu upplagi. James er breskur en búsettur á Íslandi þar sem hann hefur unnið með Björk síðan 2009, bæði sem samstarfsaðili og listrænn stjórnandi hennar. Hann er fyrst og fremst þekktur fyrir list hans í formi útsaums en einnig vinnur hann með málm og grímugerð eins og til dæmis fyrir söngkonuna Björk. Hann hefur unnið í samstarfi með V&A, Gucci, The Royal School of Needlework, Iris van Herpen, Tim Walker og Tilda Swinton samkvæmt tilkynningu frá 66°Norður. Saga Sig James er upprunalega frá Gloucestershire á Englandi en hefur búið á Íslandi síðan 2009. Hann býr og starfar í kofa við lítið stöðuvatn í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Undanfarin ár hefur James aflað sér hóps einlægra aðdáenda með handsaumuðum íþróttabolum og peysum í sígildum stíl. Saga Sig „Þegar ég byrjaði fyrir nokkrum árum á seríu minni af útsaumuðum íþróttafatnaði með blómamótífum lofaði ég sjálfum mér því að ef ég færi einhvern tíma í opinbert samstarf yrði það með 66°Norður. Ég hef búið á Íslandi í áratug og hef oft reitt mig á gæði og endingu flíkanna frá 66°Norður – og þar sem meirihluti hönnunar minnar er innblásinn af íslenskum jurtum og sveppum gæti ég ekki hugsað mér að gera þetta með neinum öðrum. Því er ég himinlifandi að gera þennan draum að veruleika og sleppa þessum útsaumuðu blómum út í náttúruna, með vörumerki sem ég hef dáðst að og borið í mörg ár," er haft eftir James. Saga Sig Dýraríki Íslands veitir innblástur Djúp tenging James við Ísland og dýralíf þess og fugla veitti innblásturinn að kynningarlínu hans. „Blómið í þessari hönnun er í uppáhaldi hjá mér af villtum blómum Íslands: eyrarrós (Chamerion latifolium). Í náttúrunni hefur hún afar sérstakt útlit og sker sig frá grýttu landslaginu þar sem hún vex oft. Eyrarrósin er ekki bara falleg í sjálfri sér, heldur er hún dæmi um svo margt af því sem ég elska við íslenska náttúru – þrautseig og viðkvæm í senn." Saga Sig Eins og áður segir verður fatalínan kynnt og sett á markað í dag og fæst eingöngu í verslunum 66°Norður og á netinu. Saga Sig Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Línan skartar útsaumaða eyrarrós og inniheldur þrjá stuttermaboli úr lífrænni bómull, auk flíspeysu og lambhúshettu, sem báðar eru úr endurunnu pólýester, í takmörkuðu upplagi. James er breskur en búsettur á Íslandi þar sem hann hefur unnið með Björk síðan 2009, bæði sem samstarfsaðili og listrænn stjórnandi hennar. Hann er fyrst og fremst þekktur fyrir list hans í formi útsaums en einnig vinnur hann með málm og grímugerð eins og til dæmis fyrir söngkonuna Björk. Hann hefur unnið í samstarfi með V&A, Gucci, The Royal School of Needlework, Iris van Herpen, Tim Walker og Tilda Swinton samkvæmt tilkynningu frá 66°Norður. Saga Sig James er upprunalega frá Gloucestershire á Englandi en hefur búið á Íslandi síðan 2009. Hann býr og starfar í kofa við lítið stöðuvatn í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Undanfarin ár hefur James aflað sér hóps einlægra aðdáenda með handsaumuðum íþróttabolum og peysum í sígildum stíl. Saga Sig „Þegar ég byrjaði fyrir nokkrum árum á seríu minni af útsaumuðum íþróttafatnaði með blómamótífum lofaði ég sjálfum mér því að ef ég færi einhvern tíma í opinbert samstarf yrði það með 66°Norður. Ég hef búið á Íslandi í áratug og hef oft reitt mig á gæði og endingu flíkanna frá 66°Norður – og þar sem meirihluti hönnunar minnar er innblásinn af íslenskum jurtum og sveppum gæti ég ekki hugsað mér að gera þetta með neinum öðrum. Því er ég himinlifandi að gera þennan draum að veruleika og sleppa þessum útsaumuðu blómum út í náttúruna, með vörumerki sem ég hef dáðst að og borið í mörg ár," er haft eftir James. Saga Sig Dýraríki Íslands veitir innblástur Djúp tenging James við Ísland og dýralíf þess og fugla veitti innblásturinn að kynningarlínu hans. „Blómið í þessari hönnun er í uppáhaldi hjá mér af villtum blómum Íslands: eyrarrós (Chamerion latifolium). Í náttúrunni hefur hún afar sérstakt útlit og sker sig frá grýttu landslaginu þar sem hún vex oft. Eyrarrósin er ekki bara falleg í sjálfri sér, heldur er hún dæmi um svo margt af því sem ég elska við íslenska náttúru – þrautseig og viðkvæm í senn." Saga Sig Eins og áður segir verður fatalínan kynnt og sett á markað í dag og fæst eingöngu í verslunum 66°Norður og á netinu. Saga Sig
Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira