Jólakveðja matvælaráðherra Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 6. desember 2022 14:00 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun