Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2022 14:04 Mikill kraftur er í skógrækt í landinu enda mikið af trjám plantað á hverju ári og ekkert lát á. Myndin er frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur. Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur.
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira