Er skilningur á mikilvægi réttindagæslu fatlaðs fólks? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. desember 2022 12:00 Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar