Er skilningur á mikilvægi réttindagæslu fatlaðs fólks? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. desember 2022 12:00 Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun