„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. desember 2022 09:01 Magnús Jóhann Ragnarsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Dóra Dúna Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegt að nýta tísku og klæðaburð til að þess að tjá mismunandi hluti. Það er ákveðin framlenging á sjálfinu. Ég fylgi held ég ríkjandi tísku ekkert allt of mikið þótt ég fylgist alveg með henni. Veit frekar hvað mér finnst flott og reyni að hafa einhvers konar tímaleysi að leiðarljósi. Ég hef gaman að því að blanda hlutum saman, það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mjög erfitt að velja eina uppáhalds flík. Má segja gleraugu? Ég safna gleraugum en uppáhaldið mitt eru ólífugræn Moscot Zolman umgjörð með tortoise munstri á örmunum úr gleraugnaversluninni Sjáðu. View this post on Instagram A post shared by Moses Hightower (@moseshigh) Ég held einnig mikið upp á græna Off White peysu úr mohair ull sem ég keypti í París í janúar. Hef gengið mjög mikið í henni í ár. Hún virkar með alls konar yfirhöfnum og buxum. Peysan er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi sem og gleraugun.Aðsend Allt er þegar þrennt er og ég held ég verði að henda gráum ullarjakkafötum með síldarbeinamynstri úr Kormáki og Skildi inn í þetta svar líka. Bónusflík er svo BAHNS (Bið að heilsa niðrí Slipp) sundskýlan mín í rauðu og hvítu. Glæsilegt gleraugnasafn Magnúsar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ef ég hef tíma til þess þá já. Ég hef safnað fötum í fataskápinn með það að leiðarljósi að ég geti búið til margar mismunandi samsetningar. Oft er maður búinn að ákveða að mann langi að vera í tilteknum buxum og þá snýst þetta um að finna hvað gengur best við þær buxur þann daginn. Svo vill það oft verða þannig að maður er búinn að prófa ansi margar samsetningar áður en maður gefst upp á buxunum og endar í einhverju allt öðru. Liturinn á sokkunum skiptir einnig miklu máli. Þessi spjátrungsháttur var alinn upp í mér í herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar en þar vann ég í mörg ár. Magnús Jóhann býr yfir klassískum stíl og sækir innblástur í tímaleysi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Erfið spurning en ætli ég reyni ekki eftir bestu getu að vera klassískur og tímalaus í fatavali sem og listsköpun. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég myndi segja að undanfarin ár hafi ég hleypt aðeins fjölbreyttari áhrifum inn í fataval mitt. Eftir starfsár mín í Kormáki og Skildi er fataskápurinn ennþá að mjög miklu leyti úr þeirri búð. Núna finnst mér mjög gaman að blanda einhverjum góðum flíkum úr K&S saman við eitthvað nýrra. Til dæmis einhverjar jakkafatabuxur í góðum lit í bland við oversized peysu, góða skó og konsept frakka. Ég bý einnig við hina eilífu leit að hinum fullkomna hvíta stuttermabol. Fátt er klassískara en hvítur stuttermabolur girtur í góðar gallabuxur. Svo setja fylgihlutir á borð við hringa, hálsklúta, gleraugu og fleira í þeim dúr svip sinn á lúkkið. Góð skyrta eða peysa, oversized frakki eða stuttur vaxjakki og málið er dautt. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblásturinn kemur úr ýmsum áttum. Sama hvort það er áhorf á The Crown á Netflix eða einhverjar gæjalegar fyrirmyndir úr hinum ýmsu geirum. Igor Stravinsky er klárlega grjótnett tískutröll og sömuleiðis Ryuichi Sakamoto. Ég er haldinn krónískum hryggðargalsa gagnvart fortíðinni, er djúpt haldinn af nostalgíu og 20. öldin vegur þar af leiðandi þungt. Þrátt fyrir það er ég nútímamaður og nota Instagram, en þar fylgi ég alls konar búðum og hönnuðum sem eru að gera eitthvað sniðugt. Svo hafa vinir mínir einnig mikil áhrif á mig. Ég trúi því að allt geti verið manni innblástur í daglegu lífi ef maður er með kveikt á réttu móttökurunum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég reyni að vera aldrei með brúnt belti við svarta skó og öfugt. Oftast pæli ég í litapallettunni en ætli það sé ekki mikilvægast að klæðast því sem lætur þér líða vel. Svo lengi sem maður er með gott sjálfstraust og öryggi þá getur maður púllað næstum hvað sem er. Þótt boðin og bönnin séu ekki mörg þá hef ég samt haft sterkar skoðanir á klæðaburði allt frá því ég var 9 ára peyi sem safnaði stöfum og kúluhöttum. Raunar er mesta furða að foreldrar mínir hafi látið undan og keypt handa mér bæði kúluhatt og nokkra stafi. Ég man sérstaklega eftir svörtum staf með silfurhúðuðu skafti með arnarhaus. Þessi jakkaföt úr Jör eru með eftirminnilegri flíkum sem Magnús Jóhann á.Dóra Dúna Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég keypti mjög eftirminnileg röndótt three piece jakkafötum frá JÖR fyrir nokkrum árum. Það fer ekki lítið fyrir þeim en ég geng gjarnan í þeim við sérstök tilefni, var til dæmis í þeim á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Ég syrgi stundum gamla sjúskaða peysu sem að langafi minn Magnús átti og ég erfði og notaði þar til hún varð ónýt. Hún er mér eftirminnileg af tilfinningalegum ástæðum. Kannski ekki flík en fylgihlutur engu að síður en ég erfði gull vasaúr frá Langalangafa mínum Jóni Ívarssyni en hann var kaupfélagsstjóri í Austur Skaftafellssýslu og fékk úrið að gjöf 1943. Ég geng með það við hátíðleg tilefni. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Siggi Sveitamaður, yfirmaður minn í K&S, sagði mér á viðkvæmum aldri að maður ætti alltaf að hugsa um fataskápinn í heild sinni og safna flíkum sem bæta einhverju við og passa við eitthvað sem maður á nú þegar. Það virðist ósköp augljóst en ég hafði aldrei spáð í því almennilega fyrr en þá og þetta sat í mér. Því enduróma ég þessu hér. Nokkur lykilatriði fyrir alla góða fataskápa: Hvítur bolur í góðu sniði, klassískar gallabuxur í sniði sem hentar eigandanum, svartir skór, hlý og klassísk peysa (við búum á Íslandi) og tímalaus gallajakki. Eflaust fjöldamargt annað sem kæmist fyrir á listanum en þetta er mér efst á baugi eins og stendur. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 Sækir innblástur í skinkur í Kringlunni Söngkonan Agnes Björt er þekkt fyrir stórbrotna sviðsframkomu og gefur aldrei eftir þegar það kemur að klæðaburði. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. nóvember 2022 09:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegt að nýta tísku og klæðaburð til að þess að tjá mismunandi hluti. Það er ákveðin framlenging á sjálfinu. Ég fylgi held ég ríkjandi tísku ekkert allt of mikið þótt ég fylgist alveg með henni. Veit frekar hvað mér finnst flott og reyni að hafa einhvers konar tímaleysi að leiðarljósi. Ég hef gaman að því að blanda hlutum saman, það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mjög erfitt að velja eina uppáhalds flík. Má segja gleraugu? Ég safna gleraugum en uppáhaldið mitt eru ólífugræn Moscot Zolman umgjörð með tortoise munstri á örmunum úr gleraugnaversluninni Sjáðu. View this post on Instagram A post shared by Moses Hightower (@moseshigh) Ég held einnig mikið upp á græna Off White peysu úr mohair ull sem ég keypti í París í janúar. Hef gengið mjög mikið í henni í ár. Hún virkar með alls konar yfirhöfnum og buxum. Peysan er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi sem og gleraugun.Aðsend Allt er þegar þrennt er og ég held ég verði að henda gráum ullarjakkafötum með síldarbeinamynstri úr Kormáki og Skildi inn í þetta svar líka. Bónusflík er svo BAHNS (Bið að heilsa niðrí Slipp) sundskýlan mín í rauðu og hvítu. Glæsilegt gleraugnasafn Magnúsar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ef ég hef tíma til þess þá já. Ég hef safnað fötum í fataskápinn með það að leiðarljósi að ég geti búið til margar mismunandi samsetningar. Oft er maður búinn að ákveða að mann langi að vera í tilteknum buxum og þá snýst þetta um að finna hvað gengur best við þær buxur þann daginn. Svo vill það oft verða þannig að maður er búinn að prófa ansi margar samsetningar áður en maður gefst upp á buxunum og endar í einhverju allt öðru. Liturinn á sokkunum skiptir einnig miklu máli. Þessi spjátrungsháttur var alinn upp í mér í herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar en þar vann ég í mörg ár. Magnús Jóhann býr yfir klassískum stíl og sækir innblástur í tímaleysi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Erfið spurning en ætli ég reyni ekki eftir bestu getu að vera klassískur og tímalaus í fatavali sem og listsköpun. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég myndi segja að undanfarin ár hafi ég hleypt aðeins fjölbreyttari áhrifum inn í fataval mitt. Eftir starfsár mín í Kormáki og Skildi er fataskápurinn ennþá að mjög miklu leyti úr þeirri búð. Núna finnst mér mjög gaman að blanda einhverjum góðum flíkum úr K&S saman við eitthvað nýrra. Til dæmis einhverjar jakkafatabuxur í góðum lit í bland við oversized peysu, góða skó og konsept frakka. Ég bý einnig við hina eilífu leit að hinum fullkomna hvíta stuttermabol. Fátt er klassískara en hvítur stuttermabolur girtur í góðar gallabuxur. Svo setja fylgihlutir á borð við hringa, hálsklúta, gleraugu og fleira í þeim dúr svip sinn á lúkkið. Góð skyrta eða peysa, oversized frakki eða stuttur vaxjakki og málið er dautt. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblásturinn kemur úr ýmsum áttum. Sama hvort það er áhorf á The Crown á Netflix eða einhverjar gæjalegar fyrirmyndir úr hinum ýmsu geirum. Igor Stravinsky er klárlega grjótnett tískutröll og sömuleiðis Ryuichi Sakamoto. Ég er haldinn krónískum hryggðargalsa gagnvart fortíðinni, er djúpt haldinn af nostalgíu og 20. öldin vegur þar af leiðandi þungt. Þrátt fyrir það er ég nútímamaður og nota Instagram, en þar fylgi ég alls konar búðum og hönnuðum sem eru að gera eitthvað sniðugt. Svo hafa vinir mínir einnig mikil áhrif á mig. Ég trúi því að allt geti verið manni innblástur í daglegu lífi ef maður er með kveikt á réttu móttökurunum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég reyni að vera aldrei með brúnt belti við svarta skó og öfugt. Oftast pæli ég í litapallettunni en ætli það sé ekki mikilvægast að klæðast því sem lætur þér líða vel. Svo lengi sem maður er með gott sjálfstraust og öryggi þá getur maður púllað næstum hvað sem er. Þótt boðin og bönnin séu ekki mörg þá hef ég samt haft sterkar skoðanir á klæðaburði allt frá því ég var 9 ára peyi sem safnaði stöfum og kúluhöttum. Raunar er mesta furða að foreldrar mínir hafi látið undan og keypt handa mér bæði kúluhatt og nokkra stafi. Ég man sérstaklega eftir svörtum staf með silfurhúðuðu skafti með arnarhaus. Þessi jakkaföt úr Jör eru með eftirminnilegri flíkum sem Magnús Jóhann á.Dóra Dúna Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég keypti mjög eftirminnileg röndótt three piece jakkafötum frá JÖR fyrir nokkrum árum. Það fer ekki lítið fyrir þeim en ég geng gjarnan í þeim við sérstök tilefni, var til dæmis í þeim á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Ég syrgi stundum gamla sjúskaða peysu sem að langafi minn Magnús átti og ég erfði og notaði þar til hún varð ónýt. Hún er mér eftirminnileg af tilfinningalegum ástæðum. Kannski ekki flík en fylgihlutur engu að síður en ég erfði gull vasaúr frá Langalangafa mínum Jóni Ívarssyni en hann var kaupfélagsstjóri í Austur Skaftafellssýslu og fékk úrið að gjöf 1943. Ég geng með það við hátíðleg tilefni. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Siggi Sveitamaður, yfirmaður minn í K&S, sagði mér á viðkvæmum aldri að maður ætti alltaf að hugsa um fataskápinn í heild sinni og safna flíkum sem bæta einhverju við og passa við eitthvað sem maður á nú þegar. Það virðist ósköp augljóst en ég hafði aldrei spáð í því almennilega fyrr en þá og þetta sat í mér. Því enduróma ég þessu hér. Nokkur lykilatriði fyrir alla góða fataskápa: Hvítur bolur í góðu sniði, klassískar gallabuxur í sniði sem hentar eigandanum, svartir skór, hlý og klassísk peysa (við búum á Íslandi) og tímalaus gallajakki. Eflaust fjöldamargt annað sem kæmist fyrir á listanum en þetta er mér efst á baugi eins og stendur. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann)
Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 Sækir innblástur í skinkur í Kringlunni Söngkonan Agnes Björt er þekkt fyrir stórbrotna sviðsframkomu og gefur aldrei eftir þegar það kemur að klæðaburði. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. nóvember 2022 09:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02
Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31
Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01
Sækir innblástur í skinkur í Kringlunni Söngkonan Agnes Björt er þekkt fyrir stórbrotna sviðsframkomu og gefur aldrei eftir þegar það kemur að klæðaburði. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. nóvember 2022 09:01
„Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00