Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar.
Síðasta hópuppsögn sem tilkynnt var til stofnunarinnar var í september þegar 37 starfsmönnum var sagt upp störfum í sjávarútvegi. Kom þar fram að uppsagnirnar kæmu til framkvæmda um mánaðarmótin október/nóvember.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.