Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 08:01 Egill Arnar Sigurþórsson við störf í leik hjá FH sem er eitt þeirra liða sem spilað hafa á Fótbolta.net-mótinu. Hann er formaður Félags deildardómara. VÍSIR/VILHELM Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti