Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:05 Diegó á sínum stað fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Vísir Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegó, greinir frá þessu í færslu í Facebook hópnum Spottaði Diegó en fyrirtækin A4 og Dominos styrktu Diegó um hundrað þúsund krónur hver eftir að greint var frá slysinu. Hagkaup hefur nú lagt fram sömu upphæð. Sigrún Ósk birtir reglulega stöðuuppfærslur inni í hópnum. „Þannig það eru komnir hans helstu staðir,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu en Diegó var fastagestur í verslunum fyrirtækjanna þriggja í Skeifunni og gladdi reglulega gesti og gangandi þar. Þá náðu aðdáendur Diegó að safna 200 þúsund krónum fyrir höfðingjann og upphæðin því komin upp í hálfa milljón. Sú fjárhæð sem eftir stendur eftir að Diegó hefur lokið bataferli sínu mun renna til Villikatta. Þakklát fyrir stuðninginn Sigrún Ósk greindi frá því í Facebook hóp Diegó í gærkvöldi að hætt hafi verið við aðgerð á Diegó sem átti að vera í dag þar sem hann þurfti meiri tíma til að jafna sig. Sigrún segir í samtali við fréttastofu í dag að Diegó sé enn slappur og að ekki liggi fyrir hvenær hann fari í seinni aðgerðina en að hann sé í góðum höndum undir eftirliti starfsmanna dýraspítalans, sem hún kann miklar þakkir. Þá sé fjölskyldan þakklát fyrir allan stuðning sem þau hafi fengið og söfnunin hjálpað þeim mikið. Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook hópnum Spottaði Diegó og hefur þeim fjölgað talsvert frá því að slysið varð. Þannig er ljóst að kötturinn frægi eigi fjölmarga aðdáendur og dælast batakveðjur þar inn daglega, aðallega fyrir hönd annarra ferfætlinga. Reykjavík Kettir Gæludýr Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegó, greinir frá þessu í færslu í Facebook hópnum Spottaði Diegó en fyrirtækin A4 og Dominos styrktu Diegó um hundrað þúsund krónur hver eftir að greint var frá slysinu. Hagkaup hefur nú lagt fram sömu upphæð. Sigrún Ósk birtir reglulega stöðuuppfærslur inni í hópnum. „Þannig það eru komnir hans helstu staðir,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu en Diegó var fastagestur í verslunum fyrirtækjanna þriggja í Skeifunni og gladdi reglulega gesti og gangandi þar. Þá náðu aðdáendur Diegó að safna 200 þúsund krónum fyrir höfðingjann og upphæðin því komin upp í hálfa milljón. Sú fjárhæð sem eftir stendur eftir að Diegó hefur lokið bataferli sínu mun renna til Villikatta. Þakklát fyrir stuðninginn Sigrún Ósk greindi frá því í Facebook hóp Diegó í gærkvöldi að hætt hafi verið við aðgerð á Diegó sem átti að vera í dag þar sem hann þurfti meiri tíma til að jafna sig. Sigrún segir í samtali við fréttastofu í dag að Diegó sé enn slappur og að ekki liggi fyrir hvenær hann fari í seinni aðgerðina en að hann sé í góðum höndum undir eftirliti starfsmanna dýraspítalans, sem hún kann miklar þakkir. Þá sé fjölskyldan þakklát fyrir allan stuðning sem þau hafi fengið og söfnunin hjálpað þeim mikið. Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook hópnum Spottaði Diegó og hefur þeim fjölgað talsvert frá því að slysið varð. Þannig er ljóst að kötturinn frægi eigi fjölmarga aðdáendur og dælast batakveðjur þar inn daglega, aðallega fyrir hönd annarra ferfætlinga.
Reykjavík Kettir Gæludýr Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira