Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 11:06 Hnúfubakur í Sundahöfn Vísir/Vilhelm Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu. Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu.
Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira