Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda hússins, vinstra megin á myndinni. Vísir Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali. Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali.
Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30