Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2022 11:48 Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur. Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur.
Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda