Berglind Björg þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum frá upphafi til enda þegar PSG vann sannfærandi 5-0 sigur á Vllaznia í dag. Eitt var sjálfsmark en fjórir leikmenn deildu hinum mörkunum sín á milli: Grace Geyoro, Ramona Bachmann, Sandy Baltimore og Magnaba Folquet.
Sveindís Jane byrjaði leik Roma og Wolfsburg á varamannabekknum en kom inn í hálfleik þegar staðan var 1-1. Rómverjar komust yfir í upphafi leiks en Ewa Pajor jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma.
WOLFSBURG LEVEL IT FROM EWA PAJOR #UWCL LIVE NOW
— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2022
https://t.co/G5KTtci3tM
https://t.co/0tV0Magz27
https://t.co/0tAS417IsU pic.twitter.com/yWEwMwhtsl
Hvorugu liðinu tókst að kreista fram sigurmark og lokatölur 1-1 í Róm. Þegar þremur umferðum er lokið eru Wolfsburg og Roma með sjö stig í B-riðli á meðan St. Polten er með þrjú og Slavia Prag er án stiga.
Í Lundúnum var Real Madríd í heimsókn hjá Chelsea. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoruðu Englandsmeistararnir tvívegis í þeim síðari. Sophie Ingle braut ísinn og Erin Cuthbert tvöfaldaði forystuna, lokatölur 2-0 Chelsea í vil.
Erin Cuthbert DOUBLES Chelsea's lead WITH A STUNNING GOAL #UWCL LIVE NOW
— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2022
https://t.co/jlhW3N2mhi
https://t.co/OkasCke0It pic.twitter.com/OX6XuZa5QM
Chelsea er með fullt hús stiga í A-riðli á meðan PSG og Real eru bæði með fjögur stig.