Mannréttindi: Ábyrgð fyrirtækja/Eru mannréttindi brotin í þinni virðiskeðju? Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:30 Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun