Lífið samstarf

Hátt í þúsund manns mættu á foropnun Nocco

Nocco
Popup Nocco lýkur á sunnudaginn
Popup Nocco lýkur á sunnudaginn

„Fyrstu voru mætt hérna klukkutíma fyrir opnun. Röðin teygði sig langt út á götu og taldi stöðugt hundrað manns. Þetta eru magnaðar viðtökur og maður man hreinlega ekki eftir öðru eins,“ segir Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Nocco en foropnun á Pop-Up verslun Nocco var opnuð á Hafnartorgi á sunnudaginn.

Klippa: Fjölmenni á foropnun Nocco Popup

Opið var í tvo tíma á sunnudaginn og var fólk sérstaklega mætt til þess að næla sér í fatnað og aukahluti frá Nocco.

„Viðskiptavinir hafa kallað eftir fatnaði og aukahlutum frá Nocco og nú er það loksins fáanlegt. Þetta verður aðeins selt í Pop-Up búðinni og eftirspurnin er greinilega mikil. Við erum einnig með bragðtegundir sem ekki eru lengur á markaðnum hér heima. Ferskjubragðið gamla góða sem var hætt er til sölu í takmörkuðu magni og þá voru margir glaðir að sjá jóladrykkinn Sveinka,“ segir Arnar.

Flug og miði á leik á HM í handbolta

Pop-Up verslunin er aðeins opin í eina viku og stendur fram á sunnudaginn 27. nóvember. Allan tímann verður leikur í gangi í búðinni þar sem bæði flug og miði á leik í HM í handbolta í Gautaborg er í verðlaun en Nocco er opinber styrktaraðili HM í handbolta 2023.

„Við erum með gagnvirkt handboltamark í búðinni sem mælir hvað þú kastar fast. Allir sem taka þátt geta átt möguleika á að vinna miða fyrir tvo og flug á leik Íslands í janúar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.