Anníe Mist reyndi við inntökuprófið í „Víkingasveitina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gæti verið að leita sér að nýju starfi í framtíðinni en heldur að minnsta kosti dyrunum opnum og prófar að fara út fyrir þægindarammann sinn. Instagram/@anniethorisdottir Það efast líklega enginn um hreysti íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur. Ein okkar allra besta kona leitaði á dögunum upp enn eitt prófið til að sanna frábært form sitt. Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi. CrossFit Lögreglan Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi.
CrossFit Lögreglan Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira