Það er RÚV sem greinir frá meti Snæfríðar en met Ragnheiðar hafði staðið síðan árið 2010. Snæfríður Sól synti á 53,88 sekúndum og bætti Íslandsmet Ragnheiðar um 56/100 úr sekúndu. Eldra Íslandsmetið var 54,88 sek.
Þetta er annar dagurinn í röð sem Snæfríður bætir Íslandsmet en í gær sló hún einngi Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi.
Hin 22 ára gamla Snæfríður Sól fór alla leið í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi fyrr á þessu ári. Hún er nú í fullum undirbúningi fyrir HM sem fram fer í Ástralíu í desember.