„Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 10:00 Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, finnst svo gaman í vinnunni að hún hreinlega teldi líkur á að hún gæti drepist úr áhuga. Andrea viðurkennir að vera ekki rösk fram úr á morgnana og eins að hún þurfi aðeins að hafa fyrir því að vera þakklát þá morgna sem skafa þarf af bílnum. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Það er svigrúm til bætingar í að stökkva framúr þegar klukkan hringir fyrst á morgnana og ég fæ stundum að kúra aðeins lengur. Samt veit ég að dagurinn verður alltaf betri þegar ég vakna snemma með strákunum mínum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Helli uppá kaffi ef ég er fyrst í eldhúsið, fæ mér vítamín, Lýsi og vatnsglas. Ég elska árstíðir en mér finnst skemmtilegra að vakna í sumarblíðu og vinn markvisst með þakklætið ef ég þarf að vaða skafla. Þá er almennt gott að búa á Íslandi en slabb sökkar og allt verður betra í góðri úlpu.“ Ef þú værir karakter í einni af eftirtalinni kvikmynd, hver værir þú þá: Forrest Gump, Bridget Jones, Neo í Matrix-myndunum? „Ok, þú ert að tala við gelluna sem horfir nánast ekkert á sjónvarp, aldrei á streymisveitur en þetta eru myndir frá þeim tíma sem ég horfði mikið á VHS, sem er gott. Fyrsta sem kemur upp í huga mér er Neo í Matrix-myndunum, að hann sé minn maður en hasarmyndir og vísindaskáldskapur getur drepið mig úr leiðindum. Er það ekki rétt munað að hann var efasemdagaur og fannst eitthvað bogið við þetta allt saman? Það er klassískt ég, hef aldrei vaxið uppúr að spyrja „Af hverju er þetta svona?“, „Af hverju ekki?“, „Af hverju…?“ Svo á ég líka jafn mikið af svörtum fötum og hann.“ Andrea hvetur alla til að fara inn á vefsíðu FKA og tilnefna konur í atvinnulífinu fyrir Viðukenningarhátíð FKA sem haldin verður á Grand Hóteli Reykjavík í janúar. Þá verða veitt þrenn verðlaun til kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA er nóg að gera að vanda en svona stóru penslarnir eru undirbúningur fyrir Sýnileikadag í Arion banka sem verður í mars, Mentor verkefni FKA Framtíðar hefur aldrei verið stærra og er heldur betur á góðu flugi. Það er verið að telja í stefnumótun hjá félaginu og telja í árlegt Jólarölt enda jólin í desember í ár. Allt er þetta unnið með öflugum deildum, nefndum og félagskonum. Síðast en ekki síst er í undirbúningi Viðurkenningarhátíð FKA sem verður á Grand Hóteli Reykjavík í janúar. Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Ég hvet ykkur öll til að fara undir fréttir á heimasíðu FKA og tilnefna ólíkar konur af landinu öllu sem fyrst. FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég þarf að beita mig hörðu til að hætta og standa upp frá verkefnum tengdum vinnunni. Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga og þarf að skipuleggja hreyfingu, að hitta stelpurnar og sýna ábyrgt kæruleysi. Þetta er Outlook, gulir miðar og svo öpp eins og Sportabler til að massa þriðju vaktina á kantinum. Ég er komin með grænar bólur af því að segja „brjálað að gera“ sem það sannarlega er oft en er að vinna með að segja frekar „nóg að gera“ sem mér finnst eiga betur við ef þér líður vel. En sem fyrr eru engin KvikkFix eða hjáleið að góðum árangri en jafnvægið er mikilvægt til að lenda ekki í skuld við framtíðina.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt að sofa um og eftir miðnætti en það gæti breyst því ég fékk hjá vinkonu minni nálastungudýnu sem ég sem á að bæta orkustigið, draga úr vöðvaspennu og bæta gæði svefnsins. Ég er komin með algjört æði fyrir þessari dýnu og stefni á að fara fyrr uppí.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Það er svigrúm til bætingar í að stökkva framúr þegar klukkan hringir fyrst á morgnana og ég fæ stundum að kúra aðeins lengur. Samt veit ég að dagurinn verður alltaf betri þegar ég vakna snemma með strákunum mínum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Helli uppá kaffi ef ég er fyrst í eldhúsið, fæ mér vítamín, Lýsi og vatnsglas. Ég elska árstíðir en mér finnst skemmtilegra að vakna í sumarblíðu og vinn markvisst með þakklætið ef ég þarf að vaða skafla. Þá er almennt gott að búa á Íslandi en slabb sökkar og allt verður betra í góðri úlpu.“ Ef þú værir karakter í einni af eftirtalinni kvikmynd, hver værir þú þá: Forrest Gump, Bridget Jones, Neo í Matrix-myndunum? „Ok, þú ert að tala við gelluna sem horfir nánast ekkert á sjónvarp, aldrei á streymisveitur en þetta eru myndir frá þeim tíma sem ég horfði mikið á VHS, sem er gott. Fyrsta sem kemur upp í huga mér er Neo í Matrix-myndunum, að hann sé minn maður en hasarmyndir og vísindaskáldskapur getur drepið mig úr leiðindum. Er það ekki rétt munað að hann var efasemdagaur og fannst eitthvað bogið við þetta allt saman? Það er klassískt ég, hef aldrei vaxið uppúr að spyrja „Af hverju er þetta svona?“, „Af hverju ekki?“, „Af hverju…?“ Svo á ég líka jafn mikið af svörtum fötum og hann.“ Andrea hvetur alla til að fara inn á vefsíðu FKA og tilnefna konur í atvinnulífinu fyrir Viðukenningarhátíð FKA sem haldin verður á Grand Hóteli Reykjavík í janúar. Þá verða veitt þrenn verðlaun til kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA er nóg að gera að vanda en svona stóru penslarnir eru undirbúningur fyrir Sýnileikadag í Arion banka sem verður í mars, Mentor verkefni FKA Framtíðar hefur aldrei verið stærra og er heldur betur á góðu flugi. Það er verið að telja í stefnumótun hjá félaginu og telja í árlegt Jólarölt enda jólin í desember í ár. Allt er þetta unnið með öflugum deildum, nefndum og félagskonum. Síðast en ekki síst er í undirbúningi Viðurkenningarhátíð FKA sem verður á Grand Hóteli Reykjavík í janúar. Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Ég hvet ykkur öll til að fara undir fréttir á heimasíðu FKA og tilnefna ólíkar konur af landinu öllu sem fyrst. FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég þarf að beita mig hörðu til að hætta og standa upp frá verkefnum tengdum vinnunni. Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga og þarf að skipuleggja hreyfingu, að hitta stelpurnar og sýna ábyrgt kæruleysi. Þetta er Outlook, gulir miðar og svo öpp eins og Sportabler til að massa þriðju vaktina á kantinum. Ég er komin með grænar bólur af því að segja „brjálað að gera“ sem það sannarlega er oft en er að vinna með að segja frekar „nóg að gera“ sem mér finnst eiga betur við ef þér líður vel. En sem fyrr eru engin KvikkFix eða hjáleið að góðum árangri en jafnvægið er mikilvægt til að lenda ekki í skuld við framtíðina.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt að sofa um og eftir miðnætti en það gæti breyst því ég fékk hjá vinkonu minni nálastungudýnu sem ég sem á að bæta orkustigið, draga úr vöðvaspennu og bæta gæði svefnsins. Ég er komin með algjört æði fyrir þessari dýnu og stefni á að fara fyrr uppí.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00
Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01
Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01
Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00