„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan var meira en hundrað metra breið. Á myndinni sjást meðal annars tveir bílar sem lentu í henni. Lögreglan á Norðurlandi eystra Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34
Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01