Hefði íslenskan lifað af á kálfskinni? Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson skrifar 16. nóvember 2022 16:00 Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun