365 selur helmingshlut í Norr11 sem hefur „vaxið hratt“
![Magnús Berg Magnússon vék úr stóli framkvæmdastjóra Norr11 í september í tengslum við sölu á helmings hlut í fyrirtækinu og tók við rekstri fjárfestingafélags fjölskyldu sinnar sem ber nafnið Tunga. Faðir hans er Magnús Kristinsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Eyjum. „Fjárfestingafélagið er með þrjár stoðir: Sprotafjárfestingar, skráð bréf og fasteignir,“ segir hann.](https://www.visir.is/i/7852FA6CDB4B24644A5CEBCE36A5C86F5545782129FF7CCA986348F491703E08_713x0.jpg)
365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11.