Kallar eftir fyrirsjáanleika af hálfu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 10:52 Tómas segir neytendur spila lykilhlutverk í orkuskiptum í samgöngum. Aðsend „Þetta lofar góðu en lengi má gott bæti og mér finnst ennþá óra fyrir langtímstefnuleysi. Mér finnst þetta of mikil skammsýni að horfa bara til loka árs 2023.“ Þetta segir Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, um frumvarp sem felur meðal annars í sér að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Kvótinn var 20 þúsund bílar en útlit fyrir að honum yrði náð um mitt næsta ár. Ívilnanirnar gilda út 2023. Tómas bendir á að í frumvarpinu sé sérstaklega fjallað um þátt bílaleiga og þungaflutninga í orkuskiptunum en segir skiljanlegt að vantað hafi upp á hvað varðar þungaflutningana þar sem það sé fyrst á þessu ári sem eitthvað úrval slíkra rafbifreiða hafi litið dagsins ljós. Hvað varðar bílaleigurnar hafi algjörlega skort á fyrirsjáanleika. „Þetta eru fyrirtæki sem kaupa bíla til að eiga í nokkur ár,“ segir Tómas. „Þau kaupa nær 50 prósent allra bíla á landinu og það hefur bara ekki verið grundvöllur fyrir bílaleigurnar að skipta almennilega yfir í rafbíla þegar innviðirnir eru ekki nógu sterkir og þessi óvissa er uppi um niðurfellinguna á virðisaukaskattinum.“ Tómas segir ógjörning fyrir bílaleigurnar að skipuleggja innkaup á rafbílum fram í tímann þegar niðurfelling virðisaukaskattsins sé aðeins tímabundin aðgerð. Hann kallar því eftir stefnu frá stjórnvöldum til 2030 en stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að draga úr losun sem nemur 30 prósent fyrir þann tíma. Samgöngur eru einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi og því til mikils að vinna. Menn hafa hins vegar bent á að orkuskiptin muni ekki eiga sér stað að sjálfu sér og að ívilnanir séu nauðsynlegar, að minnsta kosti til að byrja með. Tómas segir einkamarkaðinn fullkomlega reiðubúinn til að takast á við áskorunina og ólíkt öðrum aðgerðum í þágu loftslagsmála, til að mynda skógrækt eða endurheimt votlendis, þá sé rafbílavæðingin í raun einstaklingsframtak. „Þetta er breyting sem hefur verið keyrð áfram af einstaklingunum sem kaupa bílana,“ segir hann. „Það er einstaklingurinn sem ákveður að labba inn í bílaumboðið og kaupa rafbíl í staðinn fyrir bensínbíl.“ Að sögn Tómasar skipta aðgerðir stjórnvalda hins vegar máli og hann bendir meðal annars á að samkvæmt spám verði það ekki fyrr en í kringum árið 2028 sem innkaupsverðið á rafmagnsbíl verði það sama og verðið á sambærilegum bíl sem knúin er með jarðefnaeldsneyti. Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02 Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Þetta segir Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, um frumvarp sem felur meðal annars í sér að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Kvótinn var 20 þúsund bílar en útlit fyrir að honum yrði náð um mitt næsta ár. Ívilnanirnar gilda út 2023. Tómas bendir á að í frumvarpinu sé sérstaklega fjallað um þátt bílaleiga og þungaflutninga í orkuskiptunum en segir skiljanlegt að vantað hafi upp á hvað varðar þungaflutningana þar sem það sé fyrst á þessu ári sem eitthvað úrval slíkra rafbifreiða hafi litið dagsins ljós. Hvað varðar bílaleigurnar hafi algjörlega skort á fyrirsjáanleika. „Þetta eru fyrirtæki sem kaupa bíla til að eiga í nokkur ár,“ segir Tómas. „Þau kaupa nær 50 prósent allra bíla á landinu og það hefur bara ekki verið grundvöllur fyrir bílaleigurnar að skipta almennilega yfir í rafbíla þegar innviðirnir eru ekki nógu sterkir og þessi óvissa er uppi um niðurfellinguna á virðisaukaskattinum.“ Tómas segir ógjörning fyrir bílaleigurnar að skipuleggja innkaup á rafbílum fram í tímann þegar niðurfelling virðisaukaskattsins sé aðeins tímabundin aðgerð. Hann kallar því eftir stefnu frá stjórnvöldum til 2030 en stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að draga úr losun sem nemur 30 prósent fyrir þann tíma. Samgöngur eru einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi og því til mikils að vinna. Menn hafa hins vegar bent á að orkuskiptin muni ekki eiga sér stað að sjálfu sér og að ívilnanir séu nauðsynlegar, að minnsta kosti til að byrja með. Tómas segir einkamarkaðinn fullkomlega reiðubúinn til að takast á við áskorunina og ólíkt öðrum aðgerðum í þágu loftslagsmála, til að mynda skógrækt eða endurheimt votlendis, þá sé rafbílavæðingin í raun einstaklingsframtak. „Þetta er breyting sem hefur verið keyrð áfram af einstaklingunum sem kaupa bílana,“ segir hann. „Það er einstaklingurinn sem ákveður að labba inn í bílaumboðið og kaupa rafbíl í staðinn fyrir bensínbíl.“ Að sögn Tómasar skipta aðgerðir stjórnvalda hins vegar máli og hann bendir meðal annars á að samkvæmt spám verði það ekki fyrr en í kringum árið 2028 sem innkaupsverðið á rafmagnsbíl verði það sama og verðið á sambærilegum bíl sem knúin er með jarðefnaeldsneyti.
Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02 Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02
Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27
Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11