Jay Leno með þriðja stigs bruna eftir vinnu við gufuknúinn fornbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. nóvember 2022 07:01 Jay Leno við hlið Aston Martin DB10. Autoevolution Jay Leno er mikill bílaáhugamaður og safnar bílum. Hann var að vinna við 115 ára gamlan gufuknúin bíl á laugardag og brenndist illa í andliti eftir að eldur kviknaði í bílskúr hans. Bilunin sem Leno var að glíma við var stífla í eldsneytiskerfi bílsins. Hún brast og sprautaðist eldsneyti yfir andlit Leno. Á sama tíma komst neisti í vökvann sem kveikti í honum og brenndi grínistann. Að sögn Leno var Dave vinur hans viðstaddur og gat stokkið á hann og slökkt í honum. Leno hefur sankað að sér um 180 bílum og 160 mótorhjólum. Á YouTube rás hans má sjá umfjöllun um fjöldann allan af þessum farartækjum. Hér má sjá níu ára gamalt myndband þar sem Leno sýnir umræddan gufuknúna bíl. Fyrrum þáttastjórnandinn er með þriðja stigs bruna á andliti og gæti þurft á skinnágræðslu að halda. Heppnin var með Leno að því leyti að eldurinn komst ekki í augu hans né eyru. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hann mun vera í fimm til tíu daga. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent
Bilunin sem Leno var að glíma við var stífla í eldsneytiskerfi bílsins. Hún brast og sprautaðist eldsneyti yfir andlit Leno. Á sama tíma komst neisti í vökvann sem kveikti í honum og brenndi grínistann. Að sögn Leno var Dave vinur hans viðstaddur og gat stokkið á hann og slökkt í honum. Leno hefur sankað að sér um 180 bílum og 160 mótorhjólum. Á YouTube rás hans má sjá umfjöllun um fjöldann allan af þessum farartækjum. Hér má sjá níu ára gamalt myndband þar sem Leno sýnir umræddan gufuknúna bíl. Fyrrum þáttastjórnandinn er með þriðja stigs bruna á andliti og gæti þurft á skinnágræðslu að halda. Heppnin var með Leno að því leyti að eldurinn komst ekki í augu hans né eyru. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hann mun vera í fimm til tíu daga.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent