Misnotuð af starfsmanni barnaverndar: „Endurupplifði ofbeldið í fæðingunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Sjana Rut var misnotuð af starfsmanni barnaverndar sem barn. Sjana Rut hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir plötu sem fjallar um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn. Bæði af hálfu starfsmanns barnaverndar og einnig náins ættingja. Að semja tónlist er hennar leið til að takast á við erfiðleikana sem hún lenti í en einnig málar um málverk um hvert lag á plötunni. Sindri Sindrason hitti hana og fékk að heyra hennar sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en fljótlega eftir að hún og bróðir hennar hófu sína skólagöngu lentu þau í grófu einelti. Hún segir að skólakerfið hafi varpað ábyrgðinni yfir á fjölskylduna og var Alex bróðir hennar sendur, sjö ára, til stuðningsaðila sem átti að vera mjög góður maður. Hann byrjaði að misnota bróðir hennar fljótlega eftir að þau kynntust. „Ég fer ekki til hans til að byrja með og bara bróðir minn. Ég meðan það allt er að gerast verð ég fyrir kynferðisofbeldi af hendi náins ættingja,“ segir hún en hún vill ekki tala um það hver þessi ættingi er en ofbeldið stóð yfir í þónokkur ár. Hvorki hún né bróðir hennar vildi segja frá en seinna var hún einnig send til starfsmannsins og misnotaði hann hana rétt eins og bróður hennar. Fjölskyldan hennar grunaði ekkert. Þau systkinin voru bæði beitt ofbeldi af sama manninum. „Með tímanum var hann orðinn eins og fjölskylduvinur eða eins og frændi manns og kom í afmæli og veislur og var mjög mikið innan um okkur,“ segir Sjana. En bæði börnin vissu ekki hvernig átti að bregðast við og eftir á sér hún að þau höfðu verið heilaþveginn. „Kannski af því að ég var búinn að lenda í ofbeldi þá var ég ekki alveg að meðtaka þetta og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Hún segist mun ágætlega eftir fyrsta skiptinu sem hann misnotaði sig. Gistu heima hjá manninum „Ég man ég vaknaði morguninn eftir og leið ofboðslega skringilega. Þung í höfðinu og illt í öxlunum og mundu í raun ekkert hvað gerðist. Þarna var ég um níu eða tíu ára. Ég svaf svolítið lengi og svo þegar ég vakna eru hann og bróðir minn frammi að gera morgunmat,“ segir Sjana en þá velta sumir fyrir sér hvers vegna þau sváfu heima hjá stuðningsfulltrúanum. „Hann rak sitt eigið heimili og var með börn þar. Ég man alveg eftir fleiri börnum þarna sem voru kannski á öðrum dögum en við. Hann horfði ekki einu sinni á mig morguninn eftir og horfði ekki einu sinni á mig. Pabba fór að gruna kannski eitthvað en mamma hefur alltaf séð það fallega í öllum.“ Árið 2015 ákvað bróðir hennar að segja frá og var fjölskyldunni eðlilega brugðið. „Hann er orðinn unglingur þarna, fimmtán eða sextán ára, og hann segir mömmu. Hún segir okkur síðan einhverjum mánuðum seinna.“ Fimm ára dóm Sjana segir einnig frá nokkru seinna. Móðir Sjönu fer til lögreglunnar, kærir og málið veltist um í kerfinu í eitt og hálft ár. Svo er gerandinn ákærður. Sjana og bróðir hennar Axel og fjölskylda tapa málinu í héraði en vinna það fyrir landsrétti. Þessi fyrrverandi barnaverndarstarfsmaður var í kjölfarið dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2020. „Ég veit ekki hvort hann sé farinn í fangelsi en síðast þegar ég vissi var hann ekki farinn. Ég fékk í fyrsta skipti hjálp eftir að ég eignast strákinn minn árið 2020 eftir að við vinnum málið. Ég var þá greind með mjög alvarlega áfallastreituröskun. Ég átti mjög erfiða fæðingu og endurupplifði ofbeldið í fæðingunni og var í lífshættu í fæðingunni,“ segir Sjana og bætir við að þá hafi fyrsta skrefið í átt að bata hafist. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira
Bæði af hálfu starfsmanns barnaverndar og einnig náins ættingja. Að semja tónlist er hennar leið til að takast á við erfiðleikana sem hún lenti í en einnig málar um málverk um hvert lag á plötunni. Sindri Sindrason hitti hana og fékk að heyra hennar sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en fljótlega eftir að hún og bróðir hennar hófu sína skólagöngu lentu þau í grófu einelti. Hún segir að skólakerfið hafi varpað ábyrgðinni yfir á fjölskylduna og var Alex bróðir hennar sendur, sjö ára, til stuðningsaðila sem átti að vera mjög góður maður. Hann byrjaði að misnota bróðir hennar fljótlega eftir að þau kynntust. „Ég fer ekki til hans til að byrja með og bara bróðir minn. Ég meðan það allt er að gerast verð ég fyrir kynferðisofbeldi af hendi náins ættingja,“ segir hún en hún vill ekki tala um það hver þessi ættingi er en ofbeldið stóð yfir í þónokkur ár. Hvorki hún né bróðir hennar vildi segja frá en seinna var hún einnig send til starfsmannsins og misnotaði hann hana rétt eins og bróður hennar. Fjölskyldan hennar grunaði ekkert. Þau systkinin voru bæði beitt ofbeldi af sama manninum. „Með tímanum var hann orðinn eins og fjölskylduvinur eða eins og frændi manns og kom í afmæli og veislur og var mjög mikið innan um okkur,“ segir Sjana. En bæði börnin vissu ekki hvernig átti að bregðast við og eftir á sér hún að þau höfðu verið heilaþveginn. „Kannski af því að ég var búinn að lenda í ofbeldi þá var ég ekki alveg að meðtaka þetta og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Hún segist mun ágætlega eftir fyrsta skiptinu sem hann misnotaði sig. Gistu heima hjá manninum „Ég man ég vaknaði morguninn eftir og leið ofboðslega skringilega. Þung í höfðinu og illt í öxlunum og mundu í raun ekkert hvað gerðist. Þarna var ég um níu eða tíu ára. Ég svaf svolítið lengi og svo þegar ég vakna eru hann og bróðir minn frammi að gera morgunmat,“ segir Sjana en þá velta sumir fyrir sér hvers vegna þau sváfu heima hjá stuðningsfulltrúanum. „Hann rak sitt eigið heimili og var með börn þar. Ég man alveg eftir fleiri börnum þarna sem voru kannski á öðrum dögum en við. Hann horfði ekki einu sinni á mig morguninn eftir og horfði ekki einu sinni á mig. Pabba fór að gruna kannski eitthvað en mamma hefur alltaf séð það fallega í öllum.“ Árið 2015 ákvað bróðir hennar að segja frá og var fjölskyldunni eðlilega brugðið. „Hann er orðinn unglingur þarna, fimmtán eða sextán ára, og hann segir mömmu. Hún segir okkur síðan einhverjum mánuðum seinna.“ Fimm ára dóm Sjana segir einnig frá nokkru seinna. Móðir Sjönu fer til lögreglunnar, kærir og málið veltist um í kerfinu í eitt og hálft ár. Svo er gerandinn ákærður. Sjana og bróðir hennar Axel og fjölskylda tapa málinu í héraði en vinna það fyrir landsrétti. Þessi fyrrverandi barnaverndarstarfsmaður var í kjölfarið dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2020. „Ég veit ekki hvort hann sé farinn í fangelsi en síðast þegar ég vissi var hann ekki farinn. Ég fékk í fyrsta skipti hjálp eftir að ég eignast strákinn minn árið 2020 eftir að við vinnum málið. Ég var þá greind með mjög alvarlega áfallastreituröskun. Ég átti mjög erfiða fæðingu og endurupplifði ofbeldið í fæðingunni og var í lífshættu í fæðingunni,“ segir Sjana og bætir við að þá hafi fyrsta skrefið í átt að bata hafist. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira