Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:51 Jeff Bezos og Lauren Sánchez vinna saman að mannúðarmálum. Vísir/EPA Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni. Amazon Bandaríkin Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent