Håland hefur byrjað af krafti í ensku úrvalsdeildinni en Man City festi kaup á framherjanum norska í sumar. Til þessa hefur hann spilað 13 deildarleiki og skorað 18 mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.
Þar sem Noregur verður ekki á HM þá mun Håland ekki spila keppnisleik á næstunni. Því hefur Ashton United komið með þá frábæru tillögu að taka leikmanninn á láni og leyfa honum að spila í G-deildinni.
- #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland.
— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022
https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy
„Við viljum hjálpa til við að halda Håland í formi. Þetta er skárra en að hann myndi spila golf allan tímann,“ segir á vefsíðu félagsins.
Ashton United er sem stendur í 11. sæti í G-deild með 25 stig, einu stigi meira en Warrington Rylands og Morpeth.