Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 15:54 Elín Guðrún Heiðmundsdóttir býr á Bakka við Hólmsá ásamt manni sínum, Snorra Guðmundssyni. Arnar Halldórsson Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44