Huga þurfi að sjúkratryggingum þegar ferðast er til Bretlands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 11:05 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. bjarni einarsson Sendiherra Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga til að gera ráðstafanir áður en þeir ferðast þangað. Margt hafi breyst eftir að Brexit gekk í gegn. Meðal annars gilda evrópsku sjúkratryggingaskírteinin yfirleitt ekki lengur þar í landi. Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“ Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira