Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:06 Jorge Cuenca gæti verið á leið aftur til Barcelona. Joan Valls/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira