Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:06 Jorge Cuenca gæti verið á leið aftur til Barcelona. Joan Valls/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira