Damir Muminovic, Róbert Orri Þorkelsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Óttar Magnús Karlsson halda sæti sínu í byrjunarliðinu frá leiknum gegn Sádí-Arabíu á sunnudaginn sem Ísland tapaði, 1-0.
Byrjunarlið A karla gegn Suður Kóreu í dag.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2022
Liðin mætast í vináttuleik á Hwaseong Stadium í Suður Kóreu kl. 11:00.
Bein útsending á Viaplay.
Our starting lineup against South Korea.#fyririsland pic.twitter.com/Xi8isoJKKM
Þeir Frederik Schram, Hörður Ingi Gunnarsson, Júlíus Magnússon, Viktor Karl Einarsson, Viktor Örlygur Andrason, Bjarki Steinn Bjarkason og Danijel Dejan Djuric koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í dag. Danijel leikur sinn fyrsta landsleik.
Leikur Suður-Kóreu og Íslands hefst klukkan 11:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.