Elvar býst við stuði í Höllinni í kvöld: Okkar stíll að hleypa þessu svolítið upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 11:31 Elvar Már Friðriksson hefur verið frábær í þessari undankeppni og hér fagnar hann sigri á Hollandi með stráknum sínum. Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson hefur verið í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu undanfarin ár og ekki minnkaði ábyrgðin á herðum þessa 28 ára Njarðvíkings þegar Martin Hermannsson meiddist. Elvar Már hefur skorað 23,2 stig að meðaltali í fimm leikjum landsliðsins á þessu ári auk þess að gefa 2,8 stoðsendingar í leik. Vísir/Hulda Margrét Elvar og félagar í íslenska landsliðinu geta stigið stórt skref í átt að því að komast á HM í fyrsta sinn með því að vinna Georgíumenn í Laugardalshöllinni í kvöld. „Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu en það er enn þá hellingur eftir og við verðum að fókusa á einn leik í einu. Ef við gerum vel í næsta leik þá erum við búnir að koma okkur í enn betri stöðu. Við reynum bara að taka þetta skref fyrir skref,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir æfingu liðsins í vikunni. Gríðarlega mikilvægur leikur Elvar er varkár í svörum og segir að leikmenn og aðrir megi ekki láta freistast til að horfa of langt. „Já, ég held að það sé hættulegast í þessu að menn fara að horfa svolítið á framhaldið í staðinn fyrir að halda sér í núinu, vera svolítið á jörðinni og einbeita sér að næsta leik. Ef við gerum það þá held ég að góðir hlutir geti gerst. Þessi leikur getur sett okkur í betri stöðu og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við erum fullir tilhlökkunar,“ sagði Elvar. En hvað er að skila íslenska liðinu þessum frábæru sigrum? „Við þurfum að halda áfram með þessa áræðni sem hefur fleytt okkur langt í þessum leikjum. Við höfum verið svolítið ófyrirséðir og þessi stærri lið vilja spilað aðeins agaðri bolta og leita að vissum stöðum. Við viljum vera ófyrirsjáanlegir, koma með ný afbrigði og hleypa leiknum svolítið upp. Það er okkar stíll og við erum góðir í því en hin liðin óvanari því. Ég held að það muni henta okkur vel,“ sagði Elvar Már. Eigum helling af góðum leikmönnum Íslenska liðið hefur klárað marga jafna leiki og tveir af þremur heimasigrum liðsins komu í framlengingu og sá þriðji vannst með eins stigs mun. „Við erum sterkir andlega en síðan eru fullt af strákum sem stíga inn þegar við þurfum á því að halda. Við eigum helling af góðum leikmönnum og þegar einn dettur út þá stígur annar upp. Það hefur sýnt sig í undanförnum verkefnum. Við erum bara í toppmálum,“ sagði Elvar. Elvar er samt með boltann undir lok leikja og það er mikið undir honum komið að draga bátinn að landi. „Já kannski skorunarlega séð. Leikurinn er á báðum endum vallarins og maður reyndir að taka ábyrgð á sínu hlutverki. Aðrir strákar í liðinu gera það líka. Hvort sem það er að skora eða gera eitthvað annað þá erum við allir búnir að vera gera það mjög vel,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar Má fyrir Georgíuleik Verður bara stuð Nú færa strákarnir sig frá Ásvöllum og yfir í Laugardalinn. „Við fengum þvílíkan stuðning í síðustu þremur heimaleikjum í Ólafssal. Nú erum við komnir í aðeins stærra hús og það verður gaman að sjá fulla höll. Ég veit að það er búið að kalla saman stuðningsmannasveit sem verður bara stuð,“ sagði Elvar. Elvar leikur með Rytas Vilnius í Litháen og er með 8,8 stig og 3,6 stoðsendingar í leik í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. En hvernig finnst honum þetta ganga? „Bara mjög vel. Það var smá bras í byrjun hjá liðinu enda nýtt lið og allir að slípa sig saman. Síðustu vikur hafa verið mjög góðar hjá okkur. Ég er ánægður með það að hafa komið mér almennilega inn í hlutina og er tilbúinn að takast á við framhaldið,“ sagði Elvar og þetta er enn eitt skrefið upp á við á hans ferli. Næ vonandi að komast enn hærra „Já klárlega. Þetta er stór klúbbur í Evrópu sem spilar í Meistaradeild undir FIBA. Þetta er flott skref og flottur pallur að vera á. Ég næ vonandi að sanna mig enn þá betur og komast enn þá hærra ,“ sagði Elvar. Vísir/Hulda Margrét Það eru áfram forföll í íslenska hópnum og nú síðast datt Hörður Axel Vilhjálmsson út. „Menn bara stíga inn í þau skörð sem vantar og það er fullt af strákum sem vilja sanna sig og eru tilbúnir í að fylla í þau skörð. Við bara þjöppum okkur saman og gerum það sem þarf til að vinna,“ sagði Elvar. Það hefur reynt á liðið áður og Elvar og félagar hafa fundið leiðir út úr því. Hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak „Ég held að það hafi verið svolítið hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak og fara í þessa undankeppni fyrir undankeppni eða hvað það kallast. Við fengum fullt af leikjum þar sem við náðum að þróa liðið okkar svolítið og vinna inn sjálfstraust í liðið. Svo höfum við bara tekið þetta leik fyrir leik og þetta hefur gengið rosalega vel síðan þá,“ sagði Elvar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Georgíu fer fram í kvöld en það er uppselt á leikinn. Fylgst verður með honum á Vísi og fjallað vel um hann eftir leik. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Elvar Már hefur skorað 23,2 stig að meðaltali í fimm leikjum landsliðsins á þessu ári auk þess að gefa 2,8 stoðsendingar í leik. Vísir/Hulda Margrét Elvar og félagar í íslenska landsliðinu geta stigið stórt skref í átt að því að komast á HM í fyrsta sinn með því að vinna Georgíumenn í Laugardalshöllinni í kvöld. „Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu en það er enn þá hellingur eftir og við verðum að fókusa á einn leik í einu. Ef við gerum vel í næsta leik þá erum við búnir að koma okkur í enn betri stöðu. Við reynum bara að taka þetta skref fyrir skref,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir æfingu liðsins í vikunni. Gríðarlega mikilvægur leikur Elvar er varkár í svörum og segir að leikmenn og aðrir megi ekki láta freistast til að horfa of langt. „Já, ég held að það sé hættulegast í þessu að menn fara að horfa svolítið á framhaldið í staðinn fyrir að halda sér í núinu, vera svolítið á jörðinni og einbeita sér að næsta leik. Ef við gerum það þá held ég að góðir hlutir geti gerst. Þessi leikur getur sett okkur í betri stöðu og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við erum fullir tilhlökkunar,“ sagði Elvar. En hvað er að skila íslenska liðinu þessum frábæru sigrum? „Við þurfum að halda áfram með þessa áræðni sem hefur fleytt okkur langt í þessum leikjum. Við höfum verið svolítið ófyrirséðir og þessi stærri lið vilja spilað aðeins agaðri bolta og leita að vissum stöðum. Við viljum vera ófyrirsjáanlegir, koma með ný afbrigði og hleypa leiknum svolítið upp. Það er okkar stíll og við erum góðir í því en hin liðin óvanari því. Ég held að það muni henta okkur vel,“ sagði Elvar Már. Eigum helling af góðum leikmönnum Íslenska liðið hefur klárað marga jafna leiki og tveir af þremur heimasigrum liðsins komu í framlengingu og sá þriðji vannst með eins stigs mun. „Við erum sterkir andlega en síðan eru fullt af strákum sem stíga inn þegar við þurfum á því að halda. Við eigum helling af góðum leikmönnum og þegar einn dettur út þá stígur annar upp. Það hefur sýnt sig í undanförnum verkefnum. Við erum bara í toppmálum,“ sagði Elvar. Elvar er samt með boltann undir lok leikja og það er mikið undir honum komið að draga bátinn að landi. „Já kannski skorunarlega séð. Leikurinn er á báðum endum vallarins og maður reyndir að taka ábyrgð á sínu hlutverki. Aðrir strákar í liðinu gera það líka. Hvort sem það er að skora eða gera eitthvað annað þá erum við allir búnir að vera gera það mjög vel,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar Má fyrir Georgíuleik Verður bara stuð Nú færa strákarnir sig frá Ásvöllum og yfir í Laugardalinn. „Við fengum þvílíkan stuðning í síðustu þremur heimaleikjum í Ólafssal. Nú erum við komnir í aðeins stærra hús og það verður gaman að sjá fulla höll. Ég veit að það er búið að kalla saman stuðningsmannasveit sem verður bara stuð,“ sagði Elvar. Elvar leikur með Rytas Vilnius í Litháen og er með 8,8 stig og 3,6 stoðsendingar í leik í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. En hvernig finnst honum þetta ganga? „Bara mjög vel. Það var smá bras í byrjun hjá liðinu enda nýtt lið og allir að slípa sig saman. Síðustu vikur hafa verið mjög góðar hjá okkur. Ég er ánægður með það að hafa komið mér almennilega inn í hlutina og er tilbúinn að takast á við framhaldið,“ sagði Elvar og þetta er enn eitt skrefið upp á við á hans ferli. Næ vonandi að komast enn hærra „Já klárlega. Þetta er stór klúbbur í Evrópu sem spilar í Meistaradeild undir FIBA. Þetta er flott skref og flottur pallur að vera á. Ég næ vonandi að sanna mig enn þá betur og komast enn þá hærra ,“ sagði Elvar. Vísir/Hulda Margrét Það eru áfram forföll í íslenska hópnum og nú síðast datt Hörður Axel Vilhjálmsson út. „Menn bara stíga inn í þau skörð sem vantar og það er fullt af strákum sem vilja sanna sig og eru tilbúnir í að fylla í þau skörð. Við bara þjöppum okkur saman og gerum það sem þarf til að vinna,“ sagði Elvar. Það hefur reynt á liðið áður og Elvar og félagar hafa fundið leiðir út úr því. Hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak „Ég held að það hafi verið svolítið hollt fyrir liðið að taka tvö skref aftur á bak og fara í þessa undankeppni fyrir undankeppni eða hvað það kallast. Við fengum fullt af leikjum þar sem við náðum að þróa liðið okkar svolítið og vinna inn sjálfstraust í liðið. Svo höfum við bara tekið þetta leik fyrir leik og þetta hefur gengið rosalega vel síðan þá,“ sagði Elvar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Georgíu fer fram í kvöld en það er uppselt á leikinn. Fylgst verður með honum á Vísi og fjallað vel um hann eftir leik.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum