Garðabær og Samtökin´78 í samstarf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 15:46 Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Garðabær Hinsegin Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki.
Garðabær Hinsegin Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira