„Stelpurnar létu áhlaup Vals ekki buga sig sem var snilld“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 22:30 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu þrettán stiga útisigur á Val 76-89 í Subway deild-kvenna. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með sigurinn. „Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
„Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira