Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga stýrði pallborðsumræðum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women á heimsþinginu í dag. María Kjartansdóttir Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag. Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag.
Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20