Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 16:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR þegar liðið komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. VÍSIR/DANÍEL Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira