„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 17:31 Hilmar Pétursson var með íslenska landsliðinu í undankeppni HM í ágúst og er bjartsýnn á gott gengi gegn Georgíu í leiknum mikilvæga á föstudaginn. vísir/Arnar Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti