„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2022 21:00 Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Getty Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“ Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15