Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar

Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni.
Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir aukið við gjaldeyriskaup sín um þriðjung á árinu
Hrein gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna hafa vaxið nokkuð það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Svigrúm sjóðanna til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasafni sínu hefur einnig aukist talsvert.