Valgeir, einnig þekktur sem Valli flatbaka, er eigandi Íslensku flatbökunnar og Indican í Vestubænum. Sjálf á Camilla sitt eigið fatamerki, Camy Collections sem notið hefur mikilla vinsælda.
Camilla og Valli höfðu þekkst í dágóðan tíma áður en þau fóru að stinga saman nefjum nú í sumar.
„Við höfum verið fínir vinir í gegnum tíðina. Ég var að vinna hjá fyrirtæki sem var með skrifstofu á móti Flatbökunni og var oft að fara þangað í hádegismat,“ en Camilla segir það hafa komið sér nokkuð á óvart þegar það kviknaði á rómantíkinni hjá þeim í sumar.
Njóta þess að vera saman en fara rólega í hlutina
Camilla og Valli eru þó ekki farin að búa saman, enda segir Camilla þau vera að fara rólega í hlutina. „Við erum bara að njóta þess að kynnast og vera kærustupar.“
Camilla og fyrrverandi eiginaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson skildu fyrr á þessu ári. Eiga þau saman tvo drengi. Þá á Valli einnig son úr fyrra sambandi.
Instagram-fylgjendur Camillu hafa ekki enn fengið að kynnast Valla, en Camilla gefur krúttlega útskýringu á því:
„Þegar við erum saman þá erum við eiginlega ekkert með símann uppi. Við höfum bara verið að leggja símann til hliðar, án þess að það sé planið. Við erum bara svo mikið að njóta þess að vera saman.“