Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 10:41 Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn í Reykjavík á næsta ári. Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt. Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt.
Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira